Skýjað fram eftir degi
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 m/s, en 10-15 um landið norðvestanvert. Víða rigning eða súld um landið norðan- og austanvert. Skýjað með köflum suðvestantil fram eftir degi, en síðan rigning eða súld öðru hverju. Austlæg átt 5-10 m/s um landið sunnan- og austanvert síðdegis á morgun og úrkomuminna. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands í dag.