Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 08:07

Skýjað að mestu og súld fram undir hádegi

Í morgun kl. 06 var hægviðri um mest allt land. Víða léttskýjað norðvestantil. Annars skýjað að mestu, rigning á stöku stað suðvestantil og þokuloft víða austanlands. Hiti 7 til 13 stig.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Hálfskýjað eða skýjað og sums staðar þokusúld eða dálítil rigning sunnan- og austantil í fram að hádegi. Hiti 12 til 19 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurhorfur á Suðurnesjum og við Faxaflóa næsta sólarhring: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og sums staðar súld í fyrstu. Hiti 12 til 18 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring: Hægviðri, skýjað að mestu og súld öðru hverju fram að hádegi. Hiti 11 til 16 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024