Skýjað að mestu í dag
Norðan 8-13 m/s, skýjað að mestu og úrkomulítið við Faxaflóa í dag. Hiti 8 til 14 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 5-10 m/s, skýjað að mestu og þurrt að kalla. Hiti 9 til 14 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:?Norðlæg átt 5-10 m/s, en hægari síðdegis. Dálitlar skúrir, en yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnanlands. ??Á fimmtudag og föstudag:?Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið. ??Á laugardag og sunnudag:?Útlit fyrir heldur hvassari austan- og norðaustanátt með rigningu um landið norðaustanvert, en þurrt og bjart að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.?