Skutu flugeldum á hús og bíla
Á þriðja tímanum í nótt voru fjórir ungir menn kærðir fyrir að sprengja flugelda víðsvegar um Reykjanesbæ. Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um að mennirnir hafði verið að skjóta flugeldum á ökutæki sem voru í akstri og á mannvirki. Eitthvað af flugeldum fannst í bifreið mannanna og voru þeir vissulega haldlagðir. Lögreglu er ekki ljóst hvað mönnunum gekk til með þessu hátterni.
Þá voru lögregla og slökkvilið tvívegis kölluð út í gærkvöldi og í nótt vegna elda sem höfðu verið kveiktir í sorpgámum við Holaskóla og Garðasel. Greiðlega gekk að slökkva eldana en við Holtaskóla sáust 4-6 piltar hlaupa af vettvangi.