Skúta sökk við Garðskaga
12 manns bjargað
Þýsk skúta sökk í nótt um 17 sjómílur vestur af Garðskaga. Um borð voru 12 manns en allir björguðust í slysinu. Veður var fremur slæmt þegar neyðarkall barst um klukkan rúmlega 23:00 í gærkvöldi og voru aðstæður erfiðar á slysstað. Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík kom fyrstur á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar skömmu síðar.
Ekki reyndist unnt að koma fólkinu um borð í togarann en það var björgunarskipið Fiskiklettur frá Hafnarfirði sem náði fólkinu frá sökkvandi skútunni. Fólkið var flutt til Sandgerðis þar sem hlúið var að þeim.