Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúta sökk við Garðskaga
Þýska skútan var stödd í Keflavík um síðastliðna helgi. Einar Guðberg tók myndina.
Föstudagur 9. ágúst 2013 kl. 09:57

Skúta sökk við Garðskaga

12 manns bjargað

Þýsk skúta sökk í nótt um 17 sjómílur vestur af Garðskaga. Um borð voru 12 manns en allir björguðust í slysinu. Veður var fremur slæmt þegar neyðarkall barst um klukkan rúmlega  23:00 í gærkvöldi og voru aðstæður erfiðar á slysstað. Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík kom fyrstur á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar skömmu síðar.

Ekki reyndist unnt að koma fólkinu um borð í togarann en það var björgunarskipið Fiskiklettur frá Hafnarfirði sem náði fólkinu frá sökkvandi skútunni. Fólkið var flutt til Sandgerðis þar sem hlúið var að þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024