Skúrir sunnanlands
Hlýindin á landinu halda áfram og veðurspáin í dag gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, víða 8-13 m/s, en austlægari síðdegis. Víða dálítil rigning eða súld í dag, en úrkomulítið á Norðurlandi. Snýst í suðvestan 3-8 m/s í nótt með skúrum sunnan- og vestantil og léttir heldur til norðan- og austanlands. Gengur í suðaustan og austan 8-13 m/s með rigningu þegar líður á morgundaginn, fyrst sunnantil og hvessir heldur á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast vestantil.