Skúrir síðdegis í dag
Klukkan 6 var austlæg átt, sums staðar 8-13 m/s við suður- og norðausturströndina, en hægari vindur annars staðar. Rigning var á Norðaustur- og Austurlandi, en víða léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Straumnesvita.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 í dag:
Austan 3-10 m/s og súld eða rigning á Norður- og Austurlandi, en skúrir sunnan- og vestanlands, einkum síðdegis. Suðlægari í kvöld og léttir til norðaustan- og austanlands. Víða skúrir á morgun, en skýjað með köflum og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 15 stig að deginum.