Skúrir og slydduél í dag
Klukkan 6 var austlæg átt, víða 5-10 en allt að 17 á annesjum norðanlands en suðvestlæg allra syðst og 23 m/s á Stórhöfða. Rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti 1 til 7 stig, svalast í innsveitum norðaustantil, en hlýjast á Vatnsskarðshólum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 5-10 m/s norðantil en suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél. Lægir í nótt. Norðvestan 5-10 síðdegis á morgun og léttskýjað. Hiti 2 til 5 stig en við frostmark á morgun.