Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. febrúar 2003 kl. 09:04

Skúrir og slydda sunnanlands í dag

Í dag er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan 8-13 m/s vindur og skúrir eða slydduél verða sunnan- og vestanlands í dag, en hægari og víða léttskýjað norðaustan- og austanlands.
Gengur í suðaustan 15-20 m/s vind með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands nálægt hádegi, en hægari vindur og úrkomulítið norðan- og austanlands fram undir kvöld. Sunnan og suðvestan 13-18 sekúndumetra vindur og skúrir eða él verða um vestanvert landið í kvöld, en hægari suðvestanátt og léttir til austantil í nótt. Hiti verður yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig.

Klukkan sex í morgun var suðvestlæg átt, víða 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað norðaustantil. Hiti var 0 til 6 stig, hlýjast á Dalatanga. Í Reykjavík, Bolungarvík og á Kirkjubæjarklaustri var 1°C hiti, 2°C á Stykkishólmi, Raufarhöfn og Egilsstöðum en 3°C á Akureyri og Stórhöfða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024