Skúrir og rigning þegar líður á kvöld
Klukkan 9 var suðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hægari vindur norðaustanlands. Súld suðaustanlands, skúrir vestanlands, en annars léttskýjað. Hiti var 10 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s, en 10-15 á morgun. Skúrir, en rigning um tíma í kvöld og nótt. Hiti 10 til 14 stig.
Kortið er fengið af vef Veðurstofunnar