Skúrir í dag
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, víða 5-10 m/s. Sums staðar skúrir vestantil, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Eskifirði, en svalast í Árnesi.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan og vestan 5-13 m/s. Léttir til austanlands, en þó hætt við stöku skúrum síðdegis. Skúrir í öðrum landshlutum. Gengur í suðaustan 8-13 vestantil í kvöld og fer að rigna eftir miðnætti. Suðlæg átt, 5-10 á morgun og rigning um landið vestanvert, en skýjað með köflum og þurrt að kalla austantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austantil, en norðanlands á morgun.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan og vestan 5-13 m/s. Léttir til austanlands, en þó hætt við stöku skúrum síðdegis. Skúrir í öðrum landshlutum. Gengur í suðaustan 8-13 vestantil í kvöld og fer að rigna eftir miðnætti. Suðlæg átt, 5-10 á morgun og rigning um landið vestanvert, en skýjað með köflum og þurrt að kalla austantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austantil, en norðanlands á morgun.