Skúrir í dag

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld sunnan- og vestanlands framan af morgni, en síðan skúrir. Hægari norðaustanlands og skýjað með köflum, en smá skúrir um tíma síðdegis. Léttir heldur til á morgun, en áfram smá skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti víða 15 til 20 stig austanlands í dag, en annars 10 til 15 stig. Heldur svalara á morgun.