Skúrir í dag
Austan 3-8 m/s og skúrir í dag við Faxaflóa. Norðlægari á morgun. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s, skýjað og stöku skúrir. Hiti 10 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 3-8 m/s. Rigning fram yfir hádegi SA-lands, annars skýjað með köflum og líkur á skúrum. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig.
Á miðvikudag: Norðan 8-15 m/s, hvassast við NA- og A-ströndina. Þurrt á S- og SV-landi, annars rigning, einkum á NA-verðu landinu. Kólnandi veður.
Á fimmtudag: Norðlæg átt og léttir til S og V-lands, en dálítil væta NA-til. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst. Líkur á næturfrosti í innsveitum.
Á föstudag: Norðaustanátt og bjart með köflum, en skýjað A-lands. Hiti svipaður.
Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir vætu með köflum og heldur hlýnandi veður.