Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir framan af degi en síðar él
Föstudagur 25. febrúar 2011 kl. 09:17

Skúrir framan af degi en síðar él

Suðlæg átt, 5-10 m/s og víða skúrir eða dálítil rigning, en suðvestan 13-20 og él er líður á morguninn, hvassast úti við S-og V-ströndina. Heldur hægari á morgun, en áfram él S- og V-til. Kólnandi veður og hiti 0 til 5 stig er kemur fram á daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir framan af degi, en síðar 10-15 og él. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en 10-15 og él eftir hádegi. Hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:

Vestan og suðvestan 5-13 með éljum, en bjartviðri A-til. Hiti kringum frostmark, en víða vægt frost inn til landsins.

Á mánudag:
Sunnan 10-18 og rigning, einkum S- og V-til. Hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum seinnipartinn. Hiti 1 til 6 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með éljagangi S- og V-lands. Hiti nálægt frostmarki.