Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Skúrir eða slydduél í dag
Mánudagur 28. nóvember 2011 kl. 09:11

Skúrir eða slydduél í dag

Austan 3-10 og skúrir eða slydduél, en úrkomulítið síðdegis við Faxaflóa. Hiti 0 til 5 stig. Norðan 5-13 og frystir í kvöld, en 8-15 á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 og skúrir eða slydduél, en úrkomulítið síðdegis. Hiti 0 til 3 stig. Norðan 5-13 og frystir í kvöld.?


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðvestan 8-13 og él við NA-ströndina, annars mun hægari og víða léttskýjað, en snjókoma vestast um kvöldið. Frost 3 til 16 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag: Breytileg átt og él á víð og dreif, einkum við ströndina. Vestlægari um kvöldið. Dregur heldur úr frosti.

Á föstudag: Austlæg átt og fer að snjóa S- og V-lands, en síðar slydda eða rigning við S-ströndina. Úrkomulítið á N-verðu landinu. Frost 0 til 8 stig, en allvíða frostlaust við ströndina.

Á laugardag: Ákveðin norðaustanátt með ofankomu, einkum N- og A-til. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum fyrir norðan. Kalt í veðri.


Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Rósaselstorg ofan Keflavíkur nú kl. 09