Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir eða slydduél í dag
Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 09:26

Skúrir eða slydduél í dag

Klukkan 6 voru norðaustan 5-10 m/s á norðvestanverðu landinu, en annars suðvestlæg átt, 3-8. Sums staðar var lítilsháttar rigning eða slydda, en víða bjart suðaustan til. Svalast var eins stigs frost á Vestfjörðum, en hlýjast 6 stiga hiti á Austfjörðum.

Yfirlit:
Skammt N af landinu er 980 mb lægð sem grynnist smám saman, en SA af Færeyjum er kröpp 974 mb lægð sem hreyfist NNA. Við Nýfundnaland er vaxandi 986 mb lægð sem þokast NA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 5-10 m/s norðvestan til, en annars hæg suðvestlæg átt og víða dálítil rigning eða slydda. Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él í dag, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Gengur í suðaustan 15-20 með slyddu eða rigningu sunnanlands kringum hádegi á morgun, en hægari og snjókoma norða til seinni partinn. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig í dag, en hlýnar á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og skúrir eða slydduél. Gengur í suðaustan 15-20 með rigningu eða slyddu undir hádegi á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en hlýnar á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024