Skúrir eða slydduél framundan
Klukkan 6 var breytileg átt, 3-10 m/s víðast hvar. Skúrir eða slydduél allra vestast, rigning eða súld norðan- og austantil en snjókoma til fjalla. Kaldast eins stigs frost á Kálfhóli á Skeiðum en hlýjast 7 stig í Grindavík og á Akranesi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Fremur hæg vestan og suðvestan átt. Skýjað með köflum og skúrir eða slydduél. Hiti 0 til 5 stig.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar