Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skúrir eða slydduél
Laugardagur 3. mars 2007 kl. 09:47

Skúrir eða slydduél

Í morgun kl. 9 var austanátt, víða 10-15 m/s á austanverðu landinu en hægari annars staðar. Rigning eða slydda var austantil, en stöku skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 0 til 6 stig.

Yfirlit
Á vestanverðu Grænlandshafi er 970 mb lægð sem þokast SV.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: A 10-15 m/s A-lands og við N-ströndina, en annars mun hægari vindur. Rigning eða slydda með köflum, einkum á SA- og A-landi, en úrkomulítið N-lands. Hiti 0 til 7 stig. Hæg suðlæg átt og bjartviðri N- og A-til á landinu á morgun, en smáskúrir SV-lands.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Suðaustan 3-8 m/s og skúrir eða slydduél. Úrkomulítið á morgun, en vaxandi austanátt síðdegis. Hiti 1 til 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024