Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir eða slydduél
Þriðjudagur 22. nóvember 2005 kl. 09:03

Skúrir eða slydduél

Í morgun kl. 06 var suðvestanátt, 13-20 m/s norðvestantil en annars 5-10. Él voru vestanlands, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Svalast eins stig frost var á Brú á Jökuldal, en hlýjast 7 stiga hiti á Seyðisfirði.


Viðvörun!

Búist er við stormi á Norðurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suðausturdjúpi


Yfirlit

Um 500 km N af Jan Mayen er 975 mb lægð, sem þokast NA en yfir Bretlandseyjum er víðáttumikil 1037 mb hæð. Á Austfjarðamiðum er 1005 mb smálægð, sem hreyfist allhratt NA. Smálægðardrag á Grænlandshafi þokast NA.


Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðvestan 15-20 m/s norðvestanlands og vestantil á miðhálendinu, en annars 8-15. Skúrir eða slydduél sunnan- og vestanlands en léttskýjað norðaustantil. Vestan 10-15 í fyrramálið og él vestan- og norðanlands. Norðvestan 5-15 síðdegis á morgun, hvassast á norðausturhorninu. Léttir heldur til vestanlands. Hiti 0 til 6 stig, en frystir víða á morgun.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Suðvestan 10-15 m/s og skúrir eða slydduél. Hiti 2 til 5 stig. Norðvestan 8-13 og skýjað með köflum síðdegis á morgun og hiti við frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024