Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir eða jafnvel slydduél
Laugardagur 5. nóvember 2011 kl. 12:08

Skúrir eða jafnvel slydduél

Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða jafnvel slydduél við Faxaflóa. Hægari og samfelldari úrkoma um tíma í nótt og fram eftir morgundegi. Hiti 1 til 6 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en hægari í nótt og fram eftir morgundegi. Hiti 2 til 6 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Fremur hæg suðlæg átt, stöku slydduél og hiti 0 til 5 stig, en léttskýjað NA- og A-lands og hiti um og undir frostmarki. Gengur í suðaustan hvassviðri um kvöldið, fyrst S-lands, með talsverðri rigningu og hlýnar í veðri.


Á þriðjudag:

Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld, en þurrt á N-landi. Hiti 4 til 10 stig.


Á miðvikudag:

Suðaustlæg átt og vætusamt sunnanlands. Heldur kólnandi.


Á fimmtudag og föstudag:

Suðlæg og síðar breytileg átt með úrkomu í flestum landshlutum, einkum S- og V-lands og kólnar smám saman.