Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúrir eða él suðvestanlands
Laugardagur 26. febrúar 2005 kl. 11:56

Skúrir eða él suðvestanlands

Klukkan 09:00 í morgun var hægviðri, skýjað með köflum og sums staðar skúrir eða él suðvestanlands, en víða þokuloft norðan og austan til. Mildast var 3ja stiga hiti í Vestmannaeyjum, en kaldast 11 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal.

Yfir Grænlandi er víðáttumikil 1043 mb hæð og frá henni liggur vaxandi hæðarhryggur suðaustur um Ísland.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og stöku skúrir eða él suðvestanlands, en víða þokuloft norðan og austan til. Vestan 3-8 m/s síðdegi og rofar víða til norðaustanlands. Vestan og suðvestan 5-10 m/s og súld sunnan- og vestanlands á morgun, en bjart á Austurlandi og 8-13 og él á Norðurlandi. Hægt hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig síðdegis, en vægt frost í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024