Skúrir eða él í dag - bjart á morgun
Austan 5-10 m/s og líkur á stöku skúrum eða éljum við Faxafóla. Bjartviðri á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost í uppsveitum í nótt og á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum eða éljum í dag. Hiti um og yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Gengur í norðaustan og austan 8-15 m/s, en 15-20 við SA-ströndina. Slydda eða rigning á SA-landi og Austfjörðum, dálítil snjókoma NA-lands en þurrt á V-verðu landinu. Hlýnandi í bili, hiti 0 til 5 stig síðdegis en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma N- og A-lands og snjókoma í innsveitum, en bjartviðri S-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt. Minnkandi él NA-lands, annars bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars 0 til 7 stiga frost, kaldast til landsins.
Á laugardag:
Austanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt N- og NA-lands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Suðaustanátt, vætusamt og milt veður.