Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 16. mars 2001 kl. 11:58

Skurður lokar verslunargötu í þrjá daga

Njarðarbraut í Njarðvík hefur verið lokuð í þrjá daga vegna framkvæmda. Ekki eru allir ángæðir með gang mála.Bílaþjónustufyrirtæki eru á þessum slóðum og hefur aðgangur að einu þeirra, Heklu, verið verulega skertur. Öll umferð þangað þarf að fara um Reykjanesbraut og Innri Njarðvík. Í gærkvöldi var um 500 viðskiptamönnum Heklu boðið til kynningar í fyrirtækinu við Njarðarbraut og kom fram óánægja með það að gatan var lokuð.
Kjartan Steinarsson í Heklu í Njarðvík sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi talað við starfsmenn Reykjanesbæjar í gærdag og þeir hafi ætlað að loka skuðrinum áður en til kynningarinnar kom. Það var hins vegar ekki gert og skuðurinn var enn til staðar í hádeginu í dag og gatan lokuð.

Frá framkvæmdum við skurðinn rétt fyrir hádegi í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024