Skurðstofur HSS auglýstar til leigu
Skurðstofurnar á Heilbrigðisstofunun Sðurnesja eru auglýstar til leigu í helgarútgáfu Fréttablaðsins. „Nú kemur í ljós hver áhuginn raunverulega er,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS.
Í auglýsingunni kemur fram að um sé að ræða tvær nýjar skurðstofur á nýjum og rúmgóðum skurðstofugangi ásamt annarri aðstöðu sem nauðsynleg er.
Áhugasamir þurfa að senda inn gögn til Ríkiskaupa eigi síðar en 20. des. nk.
Rekstur á skurðstofunum hætti fyrir um ári síðan vegna niðurskurðar í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikil umræða hefur verið um hvort möguleiki væri á að leigja út skurðstofurnar en tveir forverar núverandi heilbrigðisráðherra voru á móti útleigu á stofunum.
Í lok apríl sl. var hafinn undirbúningur að stofnun félags um einkarekstur skurðstofa á Suðurnesjum en forráðamenn þess sögðu markmið félagsins væri að hala skurðstofum HSS opnum og veita m.a. stuðningsþjónustu við fæðingardeildina.