Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skurðstofulokun: Þær fengu blóm - hann nálabox
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 11:50

Skurðstofulokun: Þær fengu blóm - hann nálabox

Skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var lokað nú um mánaðamótin. Síðasta aðgerðin fór fram síðdegis sl. fimmtudag en nú hefur verið gengið frá skurðstofunum og þeim læst þangað til annað verður ákveðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það voru blendnar tilfinningar í loftinu á fimmtudaginn þegar skurðstofufólkið settist niður eftir síðustu aðgerðina og fékk sér kaffisopa. Það var lítið framundan hjá starfsfólkinu annað en að ganga frá og skella í lás þegar síðustu sjúklingarnir höfðu jafnað sig eftir aðgerðina.


Konráð Lúðvíksson hefur starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í 27 ár og hefur komið nálægt ófáum aðgerðum á skurðstofunni í Keflavík. Hann ræddi stöðuna sem upp er komin við starfsfólkið og kvaddi það svo með myndarlegum blómvöndum. Ekki kom fram hvort Konráð ræktaði blómin sjálfur, en hann er mikill blómakarl með græna fingur.


Eftir að Konráð hafði fært stúlkunum sínum blómin fékk hann afhentan myndarlegan pakka sem var pakkað inn á sjúkrahúsvísu. Í pakkanum reyndist vera nálakassi einn góður sem Konráð hefur haft augastað á til margra ára og séð hann fyrir sér sem góða skrúfugeymslu.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson