Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúli Mogensen opnar hótel á Ásbrú
Skúli Mogensen, eigandi flugfélagsins WOW, hefur keypt þrjár blokkir á Ásbrú.
Föstudagur 15. apríl 2016 kl. 13:15

Skúli Mogensen opnar hótel á Ásbrú

„Ég er mjög ánægður að vera kom­inn á heima­slóðir enda fædd­ur í Kefla­vík og hlakka til að hefja uppbygg­ingu á svæðinu,“ er haft eft­ir Skúla Mo­gensen, eig­anda Tít­an fast­eigna, í frétta­til­kynn­ingu þess efnis að fyrirtæki í hans eigu hafi fest kaup á þremur blokkum á Ásbrú. Samtals eru blokkirnar 6.500 fermetrar að flatarmáli og verða tvær þeirra nýttar undir hótelrekstur. Þar er ætlunin að reka lággjalda flughótel með hundrað herbergjum og hótelíbúðum. Fyrirhugað er að opna hótelið í júlí á þessu ári. Lögð verður áhersla á gesti sem staldra stutt við í svo­kölluðum „stopo­ver“ flug­um eða þá sem kjósa að enda ferðalagið sitt ná­lægt Kefla­vík­ur­flug­velli til að ná morg­un­flugi næsta dag.

Í þriðju blokkinni er nú verið að standsetja 24 íbúðir sem verða í langtímaleigu. „Ég er sann­færður um að Suður­nes­in eigi mikið inni enda kall­ar stækk­un flug­vall­ar­ins og áfram­hald­andi aukn­ing ferðamanna á mikla fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu á svæðinu sem ætti að verða öll­um til góða. Í rekstri hót­els­ins verður leit­ast eft­ir því að eiga gott sam­starf með ferðaþjón­ustunni á Suður­nesj­um og kynna fyr­ir gest­um þær perl­ur sem Reykja­nesið hef­ur að geyma.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024