Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúli með ráðningu framkvæmdastjóra HSS fyrir dómstóla
Fimmtudagur 24. október 2002 kl. 08:22

Skúli með ráðningu framkvæmdastjóra HSS fyrir dómstóla

Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir ráðningu Sigríðar Snæbjörnsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, misnotkun á jafnréttislögum. Meirihluti stjórnar stofnunarinnar mælti með Skúla en ráðherrann réð Sigríði. Skúli segir að ráðherrann sé með ákvörðun sinni að ná undirtökunum í stofnuninni og íhugar að fara með málið fyrir dómstóla. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað Sigríði Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, í embætti framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum til næstu fimm ára. Átta sóttu um framkvæmdastjórastöðuna og mat sérstök nefnd tvo umsækjenda hæfasta, Sigríði Snæbjörnsdóttur og Skúla Thoroddsen.

Fjórir af fimm stjórnarmönnum í Heilbrigðisstofnuninni á Suðurnesjum lögðu til að Skúli Thoroddsen, lögfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum yrði ráðinn. Heilbrigðismálaráðherra ákvað eftir að hafa farið yfir tillögu stjórnar stofnunarinnar, umsóknir og álit matsnefndar að skipa Sigríði Snæbjörnsdóttur. Í frétt ráðuneytisins segir að ráðherra hafi stuðst við jafnréttislög og ákvæði laga þar sem segir að framkvæmdastjórar sjúkrahúsa eigi að hafa sérþekkingu á rekstri sjúkrahúsa, segir í Ríkisútvarpinu í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024