Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skúli í atvinnuboxið?
Þriðjudagur 30. september 2003 kl. 12:37

Skúli í atvinnuboxið?

Skúli Steinn Vilbergsson hnefaleikakappi úr Reykjanesbæ hefur fengið tilboð um að gerast atvinnumaður í hnefaleikum í Bandaríkjunum. Fyrir þremur vikum kom til landsins umboðsmaður frá bandaríkjunum og lagði fram tilboð sem Skúli er að skoða. Ef af samningum verður mun Skúli halda til Bandaríkjanna um áramót og vera við æfingar fram í maí. Í júní mun Skúli síðan taka þátt í hnefaleikakeppnum víðsvegar um Bandaríkin. Skúli Steinn sagði í samtali við Víkurfréttir vera að skoða málið og fara yfir samninginn. „Ég er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir þessu og þetta er mikið tækifæri. Nú erum við bara að fara í gegnum alla hluti og ég get ekkert sagt um það hvenær niðurstaða liggur fyrir."

Guðjón Vilhelm forsvarsmaður Hnefaleikafélags Reykjaness og þjálfari Skúla segir að þetta samningstilboð sé jákvætt skref fyrir Skúla og íþróttina hér heima. „Eins og staðan er þá er þetta bara samningur. Það er töluverður vegur frá því að vera með samning og því að slá í gegn. Framundan er mikil vinna og ef rétt er haldið á hönskunum þá hef ég trú á því að geti náð langt," sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.

VF-ljósmynd/HBB.

 

 

 

 

 

 

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Skúli Steinn hrósar sigri í bardaga sem efnt var til við Dani á Ljósanótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024