Skuldir hafnarinnar 4,5 milljarðar
Heildarskuldir Reykjaneshafnar nema nú 4,5 milljörðum króna. Ekki hefur tekist að ljúka við langtímafjármögnun eins og fjárhagsáætlun 2009 gerði ráð fyrir. Reykjanesbær hefur aðstoðað höfnina með skammtímaláni til að létta undir afborgunum lána og verktakagreiðslum.
Þetta kemur fram í svörum Atvinnu- og hafnarráðs við fyrrspurnum Hjartar M. Guðbjartssonar, fulltrúa A-lista í ráðinu. Áætlað er að höfnin fari að skila hagnaði árið 2015 til að greiða niður skuldirnar en tekjurnar muni koma af vörugjöldum, skipagjöldum, almennum þjónustugjöldum, lóðargjöldum, lóðarleigu og fasteignasköttum. Áætlaður heildarkostnaður við hafnarframkvæmdir í Helguvík er 2,8 milljarðar króna, uppreiknað við verðlag dagsins í dag.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Helguvíkurhöfn.