Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skuldir hafa lækkað um 3 milljarða hjá Reykjanesbæ
Fimmtudagur 20. október 2011 kl. 14:28

Skuldir hafa lækkað um 3 milljarða hjá Reykjanesbæ

Skuldastaða Reykjanesbæjar virðist nær vonlaus, segir í Viðskiptablaðinu í morgun. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstöðu bæjarfélagsins vera miklar eignir utan lögbundinna verkefna en þó hafi tekist að auki að greiða niður skuldir um 3 milljarða á þessu ári en tölur viðskiptablaðsins eru vegna ársins 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árni Sigfússon, bæjarstjóri segir vinnu bæjarins á þessu ári hafa miðast við að greiða niður skuldir með sölu á eignum: „Nokkrir fjölmiðlar velja í morgun að taka upp frétt úr nýútkomnu Viðskiptablaði sem segir skuldastöðu Reykjanesbæjar „nær vonlausa“.
Vonleysi er ekki rétta orðið til að lýsa þeirri miklu vinnu sem á sér stað til að svara nýrri kröfu eftirlitsnefndar um skuldahlutfall. Skuldir eru samanteknar upplýsingar um skuldir og skuldbindingar óháð eignum að baki slíkum skuldum. Sérstaða Reykjanesbæjar á meðal sveitarfélaga er sú að eiga miklar eignir utan lögbundinna verkefna sveitarfélaga. Þetta eru eignir á bankabók, land á Reykjanesi, skuldabréf og eignarhlutir í fyrirtækjum.
Samtals nema þessar eignir utan lögbundinna skylduverkefna sveitarfélagsins yfir 17 milljörðum kr. Þær samsvara 1,2 milljónum kr. í eignir á íbúa.
Ítrekað skal að þetta eru einungis eignir utan lögbundinna verkefna sveitarfélagsins.

Vinna Reykjanesbæjar á þessu ári hefur miðast við að lækka skuldahlutfallið með sölu hluta af þessum eignum. Þannig hafa skuldir á þessu ári þegar verið lækkaðar um 3 milljarða kr. og gætu lækkað umtalsvert meira á þessu ári ef aðstæður í samfélaginu tefja ekki fyrir þeirri vinnu.

Innan fimm ár má fullyrða að skuldir bæjarfélagsins hafa verið lækkaðar um 12 milljarða kr. Við vinnslu fréttar Viðskiptablaðsins eða annarra fjölmiðla hefur ekkert samband verið haft við forsvarsmenn Reykjanesbæjar til að leita upplýsinga um breytta stöðu frá ársreikningi 2010 sem fjallað er um, eða aðgerðir sem unnið er að.