Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skuldastaða Reykjanesbæjar verri en talið var
Þriðjudagur 5. ágúst 2014 kl. 12:22

Skuldastaða Reykjanesbæjar verri en talið var

„Menn verða bara að halda að sér höndum næstu árin“

Skuldastaða Reykjanesbæjar er mun verri en áætlað var. Samkvæmt úttelt hjá greiningardeild Arion banka er skuldastaða Reykajnesbæjar yfir 200% af árstekjum sveitafélagsins og er sveitafélagið eitt af þremur skuldsettustu sveitafélgöum landsins ásamt Sandgerði og Fljótsdalshéraði. Hjörtur Zakaríasson sem nú gegnir stöðu bæjarstjóra uns Kjartan Már Kjartansson tekur við stöðunni, segir í samtali við Rúv að framkvæmdir á borð við Hljómahöllina hafi gert stöðuna verri en talið var áður.

„Það sem skýrir þessa slæmu stöðu er kannski niðurstaða ársreikninga frá því í fyrra. Menn áttu ekki von á að staðan væri eins slæm og raun ber vitni. Þannig að menn hafa verið í meiri framkvæmdum heldur en búast mátti við og menn áætluðu kannski ekki svona miklar framkvæmdir. En það þýðir einfaldlega að við erum að gera úttekt á stöðunni og niðurstaðan þar verður ljós einhvern tímann í kringum mánaðarmótin,“ segir Hjörtur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir einnig að núverandi meirihluti telji við fyrstu sýn að staðan sé verri en áætlað var og líklega verði að bregðast við með talsverðum niðurskurði. „Það er ekki hægt að gera annað. Menn verða bara að halda að sér höndum næstu árin eða svo.“