Skrýtin lykt úr skónum
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók í gær Íslending á fertugsaldri sem hugðist smygla um 150 grömmum af hassi til landsins. Fíkniefnin voru falin í skóm mannsins en hann hafði holað hæla þeirra út til að koma hassinu fyrir.Maðurinn er búsettur í Danmörku en kom til landsins með síðdegisvél frá Kaupmannahöfn í gær. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra tollgæslunnar, kvaðst maðurinn hafa ætlað efnið til eigin neyslu.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók við rannsókn málsins en það telst að fullu upplýst.
Frétt af fréttavef Morgunblaðsins.
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók við rannsókn málsins en það telst að fullu upplýst.
Frétt af fréttavef Morgunblaðsins.