Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrúðgarður notaður sem bílastæði
Mánudagur 25. apríl 2016 kl. 21:41

Skrúðgarður notaður sem bílastæði

Ökumaður tekin með falsað skírteini

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gær afskipti af þremur ökumönnum sem lagt höfðu bifreiðum sínum inni í skrúðgarði, nærri körfuboltavellunum í Njarðvík. Var þeim vinsamlegast bent á að skrúðgarðurinn væri ekki bifreiðastæði og færðu þeir bifreiðar sínar út úr garðinum við svo búið.
Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem þótti haga akstri sínum undarlega í umferðinni. Hann framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað og haldlagði lögregla það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024