Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrúðgarðssveppir koma fólki í annarlegt ástand
Sveppatínsla í skrúðgarðinum í Keflavík.
Miðvikudagur 4. september 2013 kl. 08:55

Skrúðgarðssveppir koma fólki í annarlegt ástand

Breytingar á skrúðgarðinum í Keflavík eru almennt sagðar hafa lukkast vel. Tjörnin er vinsæl hjá yngra fólkinu til að vaða í og leika sér í sandinum. Tekið er hraustlega á líkamsræktartækjunum og hólar eða manir eru vinsælar að leggjast utan í á sólríkum dögum.

En það er fleira sem virðist valda sælu í skrúðgarðinum. Þar virðast vinsælir sveppir vaxa. Fjölskyldufaðir sem fylgt hefur dóttur sinni í skrúðgarðinn síðustu daga hefur séð til ungra manna sem hafa sýnt sveppunum talsverðan áhuga. Þetta eru engir matreiðslusveppir því þeir koma fólki í annarlegt ástand.

Faðirinn sagðist hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum um málið en var ekki viss hvort réttast væri að tilkynna sveppaáhugann til lögreglu.

Myndin var tekin um miðjan dag í gær. Þar sjást þrír ungir menn við sveppatínslu í skrúðgarðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024