Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrokkur skipsins mikið skemmdur á 20 metra kafla
Laugardagur 13. júlí 2002 kl. 01:46

Skrokkur skipsins mikið skemmdur á 20 metra kafla

Fyrstu myndirnar af flaki Guðrúnar Gísladóttur KE 15 sem sökk við Lófóten í Noregi 19. júní sýna að botn skipsins er mjög illa farinn á um 20 metra svæði frá stefni og aftur. Það er ekki skrýtið að botninn sé illa farinn. Skipið sjálft er rúmlega 2.000 tonn, um borð voru 880 tonn af frystum fiski og 300 tonn af olíu þannig að höggið hefur verið mikið þegar það lenti á skerinu.Skipið liggur á um 40 metra dýpi og er á stjórnborðshliðinni og því vita menn ekkert um skemmdir á þeirri hlið. Ekki hefur verið ákveðið enn hvað gert verður við skipið. Ólíklegt er þó talið nú að því verði lyft upp.
Rándýr tæknibúnaður er í skipinu og er hann líklega allur ónýtur. Verðmæti skipsins liggur aðallega í tæknibúnaðinum skrokkurinn sjálfur er aðeins talinn um fjórðungur verðmætisins. Guðrún Gísladóttir þótti eitt best búna skipið í íslenska fiskveiðiflotanum, það var nýtt og afar fullkomið, segir í frétt Útvarpsins.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024