Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum
F.v. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Markús Eiríkur Ingólfsson, forstjóri HSS, Alma D. Möller landlæknir, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga.
Föstudagur 16. ágúst 2019 kl. 04:50

Skrifuðu undir samstarf um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkurbæjar og Voga, ásamt forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og landlækni undirrituðu viljayfirlýsingu um að starfa saman að Heilsueflandi samfélagi á Suðurnesjum síðastliðinn miðvikudag. Athöfnin fór fram í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil fólksfjölgun hefur verið á Suðurnesjum undanfarin ár en svæðið stendur vel hvað varðar ýmsa þætti sem hafa áhrif á vellíðan íbúa. Samkvæmt m.a. Lýðheilsuvísum 2019 eru hins vegar sóknarfæri til að gera betur.

Í samræmi við meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er tilgangur samstarfsins að greina með markvissum hætti stöðuna og sameinast um að leita lausna sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa á Suðurnesjum. Suðurnesin eru fyrsta svæðið sem ákveður að starfa saman að Heilsueflandi samfélagi með þessum hætti. Samstarfið mun meðal annars nýtast við undirbúning Sóknaráætlunar Suðurnesja 2020-24.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir við undirritunina á HSS á dögunum.