Skrifað undir samninga vegna Skógarbrautar 932
Skrifað var undir tvenna samninga vegna Skógarbrautar 932 á Ásbrú í vikunni.
Annars vegar var samningur um breytingar á húsnæði og hins vegar samningur um viðbyggingu við húsnæðið.
Leikskóli mun vera starfræktur í Skógarbraut 932 og er stefnt að því að klára húsnæðið fyrir næsta haust svo hægt verði að hefja starfsemi í því.
Verkin voru boðin út gegnum vef Ríkiskaupa eins og reglur segja til um, lægsta boð fyrir breytingarhlutann átti HUG verktakar en fyrir viðbyggingarhlutann Merkúr – Hýsi.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Unnar Ragnarsson frá HUG verktökum handsala samninginn um breytingar á húsnæðinu við Skógarbraut 932. Mynd: Reykjanesbaer.is.