Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skrifa undir samninga um kísilverksmiðju í lok næstu viku
Föstudagur 11. febrúar 2011 kl. 13:48

Skrifa undir samninga um kísilverksmiðju í lok næstu viku

Stefnt er að undirritun samninga vegna kísilverksmiðju í Helguvík í lok næstu viku. Þetta hafa Víkurfréttir samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Stefnt er að framleiðslu á 50.000 tonnum af hrákísil á ári og að verksmiðjan hefji framleiðslu í ársbyrjun 2013. Byggingaframkvæmdir fara hins vegar af stað á vormánuðum.


Um er að ræða 18 milljarða kr. fjárfestingu, og er framkvæmdatíminn um tvö ár. Á byggingarstað er gert ráð fyrir um 150 manns við uppbyggingu verksmiðjunnar en tengd störf eru umtalsverð, líkt og við uppbyggingu álvers.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Unnið hefur verið að verkefninu í samstarfi Íslenska Kísilfélagsins við Reykjanesbæ, Íslandsstofu og orkufyrirtæki undanfarin fjögur ár. Um er að ræða samninga um orku, sem gerðir eru við Landsvirkjun og HS orku, fjárfestingarsamning við ríkið og nokkra samninga við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn, m.a. um hafnarðastöðu, lóð, fasteignagjöld, hafnargjöld o.fl.