Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skriðdreki í Innri Njarðvík
Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 14:38

Skriðdreki í Innri Njarðvík

Þessi skriðdreki er meðal þess sem flutt hefur verið til landsins vegna töku á myndinni Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood mun leikstýra og tekin verður í Sandvík á Reykjanesi og í Krýsuvík.

Leikmunir hafa steymt til landsins síðustu daga og eru komnir innrásarprammar, svokallaðir krókódílar og ökutæki ýmiskomnar í öllum stærðum.

Í Hollywood-skemmunni á Fitjum er verið að mála þessa bíla og tæki í réttum litum fyrir kvikmyndatökuna sem hefst fljótlega í ágúst. Þá er von á leikstjóranum og öllum þeim stjörnum sem prýða munu myndina. Ýmsir eru samt komnir sem eiga glæstan feril í henni Hollywood. Þannig er Steve Riley brellumeistarinn heimskunni að störfum í Reykjanesbæ ásamt mörgum öðrum sem hafa oft átt nöfn sín ofarlega í kredit-listum kvikmyndanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024