Skreyttar myndum úr óbyggðum Ameríku
Flugvél frá bandaríska Frontier flugfélaginu hafði stutta viðdvöl hér í Keflavík á föstudag. Það væri ekki í frásögur færandi nema að flugvélin vakti þó nokkra athygli.Hjörtur skreytti stél vélarinnar og þegar blaðamaður skoðaði heimasíðu Frontier Airlines kom í ljós að vélar félagsins eru skreyttar með myndum úr óbyggðum ameríku. Þannig má sjá úlfa og fleiri dýr á stéli vélanna sem eru af gerðinni Boeing 737 og Airbus 319.
Ekki fylgir sögunni hvað vél Frontier var að vilja hingað til lands, en svona heimsóknir skila alltaf einhverjum tekjum í kassann í formi gjalda fyrir þjónustu og fleira. Á sama tíma og vél Frontier var hér mátti sjá aðra þotu frá United Airlines taka eldsneyti skammt frá. Vélar frá því flugfélagi hafa einnig verið tíðir gestir á Íslandi, en United Airlines er að fá fjölda nýrra Airbus-véla frá verksmiðjum í Evrópu.
Ekki fylgir sögunni hvað vél Frontier var að vilja hingað til lands, en svona heimsóknir skila alltaf einhverjum tekjum í kassann í formi gjalda fyrir þjónustu og fleira. Á sama tíma og vél Frontier var hér mátti sjá aðra þotu frá United Airlines taka eldsneyti skammt frá. Vélar frá því flugfélagi hafa einnig verið tíðir gestir á Íslandi, en United Airlines er að fá fjölda nýrra Airbus-véla frá verksmiðjum í Evrópu.