SKRAUTLEGT KVIKINDI Á KIRKJUVEGINUM
Köngulóin spann vef yfir stofugluggann.Henni brá ekki lítið húsmóðurinni á Kirkjuvegi 31 í Keflavík þegar hún hugðist þrífa hjá sér stofugluggann sl. mánudag. „Ég var úti að þrífa gluggana en þegar ég hugðist strjúka af stofuglugganum veitti ég því eftirtekt að það var köngulóarvefur út um allt, glugginn var hreinlega þakinn köngulóarvef“ sagði Ester Antonsdóttir við VF. „Efst í hægra horninu sat könguló og þegar ég teigði mig upp til hennar þá rauk hún af stað niður gluggann, spann vef og hékk í honum. Ég sá strax að þarna var óvenjuleg könguló á ferðinni og stökk inn og náði í tvö glös. Mér tókst síðan að koma öðru glasinu undir köngulóna og skella hinu ofan á áður en kvikindið gat sloppið burt á vef sínum. Þegar hingað var komið náði ég loks að verða hrædd og hljóp æpandi inn með köngulóna í glasinu. Reyndi að stökkva upp úr glasinuSambýlismaður Esterar, Eysteinn Örn Garðarsson, sagðist hafa viljað skoða þessa óþekktu könguló nánar og því hefði hann tekið glösin í sundur. „Ég tók efra glasið af og viti menn köngulóarkvikindið reyndi að stökkva upp úr glasinu. Hún stökk vel upp fyrir glasbrúnina en sem betur fer datt hún ofan í glasið aftur og ég var ekki seinn á mér að skella glasinu ofan á aftur.“Tyson gætirkaffikönnunnarÞegar VF bar að garði var köngulóin óþekka (og óþekkta) sett í litla gegnsæja kaffikönnu svo auðveldara yrði að ljósmynda furðugripinn og heimilisvillidýrinu, Tyson kettlingi, falið að gæta hennar en Tyson sýndi köngulónni mikinn áhuga og gekk hnarreistur eins og ljón hring eftir hring í kringum kaffikönnuna og skellti loppunni öðru hvoru á glerið.Rannsökuðí SandgerðiSíðustu fréttir af kvikindinu eru þær að Fræðasetrið í Sandgerði var komið með köngulóna í sína vörslu. Þar átti náttúrufræðingur að rannsaka hana í gær en talið var að köngulóin væri eitruð og hefði komið með gámi frá Bandaríkjunum og hingað til lands.