SKRAUTLEGT DISKÓTEK
Það var heldur betur fjör í Myllubakkaskóla í lok janúar. Þá var haldið andlitsmálningardiskótek í skólanum og allir áttu að mæta málaðir. Að sjálfsögðu tóku krakkarnir áskoruninni og mættu margir hverjir mjög skrautlegir. Hirðljósmyndari Myllubakkaskóla var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og smellti mynd af þessum krökkum og mörgum fleirum. Eins og sjá má var hugmyndaflugið mikið þegar kom að andlitsskreytingunni...