Skrautlegir boðberar sumars!
Sumarið er að koma með fullum krafti. Gróðurinn hefur tekið mikinn kipp síðustu daga og flest tré eru orðin græn og fólk er jafnvel farið að slá garða sína. Það eru einnig fleiri vorboðar á ferðinni þessa dagana.Þessi fluga brosti við vorinu þegar ljósmyndari Víkurfrétta var í návígi við hana með myndavélinni. Sem betur fer var gler á milli flugu og ljósmyndara, enda flugan ekki sakleysisleg að sjá.