Skráningarnúmer fjarlægt af átján bifreiðum
Skráningarnúmer voru fjarlægt af átján bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreiðirnar voru ýmist óskoðaðar, ótryggðar eða hvoru tveggja.
Þá voru fimm ökumenn, sem ekki virtu biðskyldu eða stöðvunarskyldu, sektaðir, ásamt sex til viðbótar sem lagt höfðu bifreiðum sínum ólöglega.