Skráðum íbúum Grindavíkur fækkar
Íbúar Reykjanesbæjar voru 23.332 þann 1. janúar sl. og hafði fjölgað um 41 frá 1. desember. Grindvíkingar voru 3.692 í byrjun árs. Þeim fækkar um 28 milli mánaða eða um 0,8%. Mjög líklegt verður að teljast að um sé að ræða eftirköst náttúruhamfara seint á síðasta ári.
Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúar 1.568 þann 1. janúar sl. og hafði fjölgað um tvo frá 1. desember. Þá voru íbúar í Suðurnesjabæ 4.036 talsins og íbúafjöldinn stóð í stað milli mánaða.
Alls voru íbúar Suðurnesja 32.628 talsins þann 1. janúar. Þann fyrsta desember 2022, fyrir þrettán mánuðum síðan voru íbúar Suðurnesja 30.962 og fjölgunin því 1.666 einstaklingar á þessu tímabili.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.