Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skráðum íbúum Grindavíkur fækkar
Miklar hamfarir gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra og var bærinn rýmdur. Það ástand kann að hafa áhrif á það að Grindvíkingum er núna að fækka. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
Fimmtudagur 4. janúar 2024 kl. 16:58

Skráðum íbúum Grindavíkur fækkar

Íbúar Reykjanesbæjar voru 23.332 þann 1. janúar sl. og hafði fjölgað um 41 frá 1. desember. Grindvíkingar voru 3.692 í byrjun árs. Þeim fækkar um 28 milli mánaða eða um 0,8%. Mjög líklegt verður að teljast að um sé að ræða eftirköst náttúruhamfara seint á síðasta ári.

Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúar 1.568 þann 1. janúar sl. og hafði fjölgað um tvo frá 1. desember. Þá voru íbúar í Suðurnesjabæ 4.036 talsins og íbúafjöldinn stóð í stað milli mánaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls voru íbúar Suðurnesja 32.628 talsins þann 1. janúar. Þann fyrsta desember 2022, fyrir þrettán mánuðum síðan voru íbúar Suðurnesja 30.962 og fjölgunin því 1.666 einstaklingar á þessu tímabili.

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.