Skráðu þinn viðburð á Ljósanótt
Nú fer senn að líða að bæjarhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt og vill Reykjanesbær í því tilefni hvetja fólk til þess að skrá viðburði sem staðið er fyrir á vef Ljósanætur. Þannig fer viðburðurinn inn í dagskrá og kynningarefni Ljósanætur. Síðasti dagur til að koma dagskrárviðburðum í prentaða dagskrá er 25. ágúst.
Það eina sem þarf að gera er að smella á „Skrá viðburð“ hægra megin á vefsíðunni ljosanott.is og fylla út í þar til gerða reiti ásamt því að hlaða inn mynd tengdri viðburðinum.
Ef allt hefur gengið upp birtast skilaboð þar sem þakkað er fyrir skráninguna. Síðan eru skráðir viðburðir yfirfarnir af vefumsjónarmanni síðunnar og loks birtir. Það getur því tekið sólarhring frá því að viðburður er skráður og þar til hann birtist í dagskrá.