Fimmtudagur 24. nóvember 2005 kl. 10:23
Skotvopnum stolið í innbroti
Síðdegis í gær var lögreglan kölluð að iðnaðarhúsnæði í Grófinni í Keflavík vegna innbrots í húsnæðið. Við athugun kom í ljós að búið var að stela haglabyssu og riffli auk skotfæra og annarra muna. Talið er að innbrotið hafi verið framið s.l. nótt.