Skotvopn koma í leitirnar
Með góðri aðstoð lögrelgunnar í Reykjavík fundust í gær á Reykjavíkursvæðinu 4 af 5 skotvopnum sem stolið var úr heimahúsi í Grindavík þriðjudaginn 13. apríl s.l. Þá fannst einnig á Reykjavíkursvæðinu skotvopn sem stolið var úr heimahúsi í Keflavík í desember 2003, en úr því máli voru tvö skotvopn notuð til ráns sem framið var í Kópavogi í desember. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins sem miðar vel, en tekið er á þessu máli með fullri alvöru og festu, segir á vef lögreglunnar í Keflavík.