Skotvopn gerð upptæk
Lögreglunni í Keflavík barst kvörtun sl. sunnudag um að skotveiðimenn væru að skjóta í fjörunni neðan við Nesbú á Vatnsleysuströnd.
Lögreglumenn fór á vettvang og höfðu tal af skotmönnum á svæðinu og reyndust þeir allir þrír hafa
gild skotvopnaleyfi og veiðikort. Mennirnir kváðust hafa fengið leyfi til að skjóta hjá landeiganda.
Að sögn Karls Hermannsonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Keflavík, var ákveðið að gera byssurnar uppækar á meðan á málsrannsókn stendur þar sem meðferð skotvopna er óheimil í þéttbýli eða í nánd við þjóðveg.