Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skotvopn enn ófundin
Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 10:01

Skotvopn enn ófundin

Þremur haglabyssum og þremur rifflum var stolið í innbroti í íbúðarhús í Keflavík í haust. Eftir vopnað rán, sem framið var í Bónus í Kópavogi í byrjun desember, afhentu ræningjarnir tvo riffla.
Ennþá er tveggja vopna úr innbrotinu í Keflavík leitað. Ræningjarnir vildu ekki gefa upp hverjir hefðu fengið vopnin, haglabyssu og riffil. Ránið í Bónus er upplýst en þar sem skotvopnin eru ófundin er málinu ekki lokið. Skotvopnin voru ekki geymd í þar til gerðum skáp, sem þarf að gera ef vopnin eru fjögur eða fleiri.
Kafarar hafa meðal annars leitað skotvopnanna í höfninni í Keflavík, en án árangurs. Myndin er tekin þegar kafari heldur til leitarinnar síðla í desember sl. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024